Multi head 10 hausa pökkunarvélin getur pakkað frá 200gr-5kg og er mjög afkastamikil og góð vél.

1/1

Rýmið sem þarf undir vélarnar þarf að vera ca.150fm hið minnsta svo það sé góð vinnuaðstaða. Við vorum í miklu og góðu samstarfi við Þorvaldseyri og fengum bygg þaðan sem við notuðum í morgunkornaframleiðsluna á morgunkorninu "BYGGI". 

Ég tel að það sé ennþá meiri vitandarvakning með hollustu í dag og margir Íslendingar kjósa frekar að versla íslenskar vörur. BYGGI var hreinasta og hollasta morgunkornið á markaðnum þegar við vorum með okkar fyrirtæki í gangi og fundum við vöntun og söknuð eftir hollari valkosti eftir að við hættum framleiðslu.

 

Við pökkuðum öllum vélum og tækjum samviskusamlega í geymslu þegar við misstum leigusamninginn og eins og hefur komið fram höfum við tekið ákvörðun um að selja og leyfa öðrum að njóta.

Hráefniskostnaður var um 15-20% -efni og umbúðir.

Hann var seldur á 599 stk í flestum verslunum.

Það voru yfirleitt tveir í framleiðslu, en auðveldlega hægt að vera einn.

Svo fengum við inn fólk í aukavinnu við að pakka eftir þörfum.

Þannig að 1-4 eftir álagi.

Auðvelt er að búa til mörg starfsgildi með aukinni framleiðslu

og breiðara vöruúrvali.

Að sjálfsögðu er hægt að semja um aðstoð við uppsetningu á tækjunum.

Endilega kíktu yfir kynninguna og ekki hika við að hafa samband hafir þú frekari spurningar.

Athugið að verðin miðast við nývirði: